translationcollective

February 19, 2010

Green Peace // Green Police

Filed under: icelandic — translationcollective @ 11:53 am

Hér að neðan er yfirlýsing hluta svartblokkarinnar í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn þann 12. desember sl. Yfirlýsingunni var dreift fyrir gönguna sem hélt svo í átt að Bella Centre, þar sem COP15, loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna átti sér stað. Stuttu eftir að gangan hófst voru rúður í dönsku verðbréfahöllinni og utanríkisráðuneytinu brotnar. Og þegar lögreglan hugðist handtaka hina svartklæddu, sem brugðust vitanlega við með herskáum hætti, reyndu meðlimir Climate Justice Action, einskonar regnhlífarhóps andófsins gegn COP15, að koma í veg fyrir að svartblokkin kæmist lengra í göngunni. Nú, þegar COP15 er löngu lokið, er umræðan um innri löggæslu og friðsemdarkröfur Climate Justice Action, rétt að byrja.

Green Peace // Green Police

Ásamt þúsundum manna sem öllum langar til að bjarga heiminum, komum við saman til að marsera að Bella Centre ráðstefnuhöllinni, en það er eitthvað að. Slagorðin hljóma aðeins of kunnuglega. „Hefðbundin viska og ný tækni þurfa að haldast í hendur.“ Er þetta ekki einmitt það sem við erum búin að vera að lesa á auglýsingum út um alla borg?

Hver og einn leikur sitt hlutverk í ráðstefnunni, alveg eins og í kvikmynd. Og það eru meira að segja mismunandi útgáfur af sama sviðinu, að mestu skipt upp eftir fjármagni. Byggingin sem hýsir Klimaforum [óháða ráðstefnu um loftslagsbreytingar] minnir á geimstöð í bland við nútímalistasafn. Innan um veggjakrotið, eiturlyfin og reggítónlistina í Kristjaníu er draumurinn ódýrari en skemmtilegri. Inni í hinu gjörsamlega gelda Belle Centre, vinna áhugahóparnir [NGO – Non-Governmental Organization] ásamt fulltrúum ráðstefnunnar að samkomulagi sem á að bjarga okkur öllum. Í hljóðkerfinu hér úti segja sömu andlitin okkur að beita „pólitískum þrýstingi“ til að hafa áhrif á samningaviðræðunar.

Það virðist vera sameiginleg rökfræði meðal sendifulltrúa ríkisstjórna, áhugahópanna sem stjórna mótmælagöngunni, og jafnvel róttæku náttúruverndar aktívistanna: við erum öll að bjarga mannkyninu saman. Hver myndi ekki vilja berjast fyrir þann málstað? Og jafnvel ef þú vildir það ekki, ertu viss um að þú hafir um eitthvað að velja? Enginn virðist hafa tíma til að taka sér hlé og hugleiða hverju við eigum að bjarga, hvað mannkynið þýðir. Hvað felur það í sér að hafa trú á tilvist einnar pólitískrar hreyfingar sem bindur okkur öll saman? Pólitík verður úrelt í þessum sameinaða og friðstillta heimi sem fólk ímyndar sér hér í Kaupmannahöfn. Hvað ef ákallið sem umvefur borgina og jafnvel mótmælin eru ekkert annað en gríðarstór friðargæsluaðgerð?

Á stríðstímum, er ákall um uppgjöf og undirgefni á bakvið hvert ákall um sameiningu. Allir eru sammála því að kapítalisminn er í krísu, að eldri form stjórnunar muni ekki nægja. Þessi leiðtogafundur gæti vel verið augljósasta merkið um form stjórnunarinnar sem koma skal, þar sem allir eru skyldugir til að leggja eitthvað til málanna. Því skrefi mætti lýsa sem félagslegri verkfræði. Útópískri tilraun til að framleiða fullkomlega stýrt líf, algjörlega útreiknanlega tilveru, með því að láta okkur gleyma því að sumri baráttu verður ekki breytt í valdaspil, að stundum snýst vinátta um eitthvað annað og meira en hagfræði. Þessari lifandi ofgnótt verður ekki lýst, heldur verður hún einungis upplifuð. Það er þó hægt að lýsa því hvernig þessi aðgerð gengur fyrir sig: líf okkar eru fyrst brotin niður í nokkra mælanlega hluta og svo endurseld okkur sem the real thing. „Von í flösku“ – Hope in a bottle!

Eldmóðurinn sem snúið hefur öllum pólitískum hópum í átt að vistfræðinni, kennir okkur sitthvað um hið sanna eðli þessara nýju, grænu, hnattrænu trúarbragað. Frá hjarta Bella Centre til mest áköfustu aktívistanna, handan alls skoðanaágreinings, heyrist ákallið um að fólk láti undan sjálfu sér. Fórni öllu því sem gerir lífið þess virði að lifa, í nafni sjálfs lífsins. Geri hlé á núlíðandi stund til að bjarga framtíðinni. Stjórni þrám okkar, og mest af öllu, trufli ekki hið viðkvæma jafnvægi. Vistfræðin gengur út frá sömu hugmynd um tilvist og einkennir lögregluna: hættan er alls staðar, og helst af öllu, í okkur sjálfum.

Þegar árangur ráðstefnunnar veltur á þátttöku mannfjöldans í miðborgum hverrar borgar,

HVERT FINNST YKKUR AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ FARA?

Og ef lögreglan, í öllu sínum formum, er hinn nýji kjarni hnattrænna stjórnmála,

HVAÐ FINNST YKKUR AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ GERA?

Green Peace // Green Police [it]

Green Peace // Green Police [fr]

Green Peace // Green Police [en]

Green Peace // Green Police [de]

Hér að neðan er yfirlýsing hluta svartblokkarinnar í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn þann 12. desember sl. Yfirlýsingunni var dreift fyrir gönguna sem hélt svo í átt að Bella Centre, þar sem COP15, loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna átti sér stað. Stuttu eftir að gangan hófst voru rúður í dönsku verðbréfahöllinni og utanríkisráðuneytinu brotnar. Og þegar lögreglan hugðist handtaka hina svartklæddu, sem brugðust vitanlega við með herskáum hætti, reyndu meðlimir Climate Justice Action, einskonar regnhlífarhóps andófsins gegn COP15, að koma í veg fyrir að svartblokkin kæmist lengra í göngunni. Nú, þegar COP15 er löngu lokið, er umræðan um innri löggæslu og friðsemdarkröfur Climate Justice Action, rétt að byrja.

Ásamt þúsundum manna sem öllum langar til að bjarga heiminum, komum við saman til að marsera að Bella Centre ráðstefnuhöllinni, en það er eitthvað að. Slagorðin hljóma aðeins of kunnuglega. „Hefðbundin viska og ný tækni þurfa að haldast í hendur.“ Er þetta ekki einmitt það sem við erum búin að vera að lesa á auglýsingum út um alla borg?

Hver og einn leikur sitt hlutverk í ráðstefnunni, alveg eins og í kvikmynd. Og það eru meira að segja mismunandi útgáfur af sama sviðinu, að mestu skipt upp eftir fjármagni. Byggingin sem hýsir Klimaforum [óháða ráðstefnu um loftslagsbreytingar] minnir á geimstöð í bland við nútímalistasafn. Innan um veggjakrotið, eiturlyfin og reggítónlistina í Kristjaníu er draumurinn ódýrari en skemmtilegri. Inni í hinu gjörsamlega gelda Belle Centre, vinna áhugahóparnir [NGO – Non-Governmental Organization] ásamt fulltrúum ráðstefnunnar að samkomulagi sem á að bjarga okkur öllum. Í hljóðkerfinu hér úti segja sömu andlitin okkur að beita „pólitískum þrýstingi“ til að hafa áhrif á samningaviðræðunar.

Það virðist vera sameiginleg rökfræði meðal sendifulltrúa ríkisstjórna, áhugahópanna sem stjórna mótmælagöngunni, og jafnvel róttæku náttúruverndar aktívistanna: við erum öll að bjarga mannkyninu saman. Hver myndi ekki vilja berjast fyrir þann málstað? Og jafnvel ef þú vildir það ekki, ertu viss um að þú hafir um eitthvað að velja? Enginn virðist hafa tíma til að taka sér hlé og hugleiða hverju við eigum að bjarga, hvað mannkynið þýðir. Hvað felur það í sér að hafa trú á tilvist einnar pólitískrar hreyfingar sem bindur okkur öll saman? Pólitík verður úrelt í þessum sameinaða og friðstillta heimi sem fólk ímyndar sér hér í Kaupmannahöfn. Hvað ef ákallið sem umvefur borgina og jafnvel mótmælin eru ekkert annað en gríðarstór friðargæsluaðgerð?

Á stríðstímum, er ákall um uppgjöf og undirgefni á bakvið hvert ákall um sameiningu. Allir eru sammála því að kapítalisminn er í krísu, að eldri form stjórnunar muni ekki nægja. Þessi leiðtogafundur gæti vel verið augljósasta merkið um form stjórnunarinnar sem koma skal, þar sem allir eru skyldugir til að leggja eitthvað til málanna. Því skrefi mætti lýsa sem félagslegri verkfræði. Útópískri tilraun til að framleiða fullkomlega stýrt líf, algjörlega útreiknanlega tilveru, með því að láta okkur gleyma því að sumri baráttu verður ekki breytt í valdaspil, að stundum snýst vinátta um eitthvað annað og meira en hagfræði. Þessari lifandi ofgnótt verður ekki lýst, heldur verður hún einungis upplifuð. Það er þó hægt að lýsa því hvernig þessi aðgerð gengur fyrir sig: líf okkar eru fyrst brotin niður í nokkra mælanlega hluta og svo endurseld okkur sem the real thing. „Von í flösku“ – Hope in a bottle!

Eldmóðurinn sem snúið hefur öllum pólitískum hópum í átt að vistfræðinni, kennir okkur sitthvað um hið sanna eðli þessara nýju, grænu, hnattrænu trúarbragað. Frá hjarta Bella Centre til mest áköfustu aktívistanna, handan alls skoðanaágreinings, heyrist ákallið um að fólk láti undan sjálfu sér. Fórni öllu því sem gerir lífið þess virði að lifa, í nafni sjálfs lífsins. Geri hlé á núlíðandi stund til að bjarga framtíðinni. Stjórni þrám okkar, og mest af öllu, trufli ekki hið viðkvæma jafnvægi. Vistfræðin gengur út frá sömu hugmynd um tilvist og einkennir lögregluna: hættan er alls staðar, og helst af öllu, í okkur sjálfum.

Þegar árangur ráðstefnunnar veltur á þátttöku mannfjöldans í miðborgum hverrar borgar,

HVERT FINNST YKKUR AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ FARA?

Og ef lögreglan, í öllu sínum formum, er hinn nýji kjarni hnattrænna stjórnmála,

HVAÐ FINNST YKKUR AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ GERA?

Leave a Comment »

No comments yet.

RSS feed for comments on this post.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

%d bloggers like this: