Hér að neðan er yfirlýsing hluta svartblokkarinnar í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn þann 12. desember sl. Yfirlýsingunni var dreift fyrir gönguna sem hélt svo í átt að Bella Centre, þar sem COP15, loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna átti sér stað. Stuttu eftir að gangan hófst voru rúður í dönsku verðbréfahöllinni og utanríkisráðuneytinu brotnar. Og þegar lögreglan hugðist handtaka hina svartklæddu, sem brugðust vitanlega við með herskáum hætti, reyndu meðlimir Climate Justice Action, einskonar regnhlífarhóps andófsins gegn COP15, að koma í veg fyrir að svartblokkin kæmist lengra í göngunni. Nú, þegar COP15 er löngu lokið, er umræðan um innri löggæslu og friðsemdarkröfur Climate Justice Action, rétt að byrja. (more…)